Grunnskólinn við Norðurgötu
sksiglo.is | Almennt | 26.04.2012 | 10:00 | Guðmundur Skarphéðinsson | Lestrar 332 | Athugasemdir ( )
Á degi umhverfisins, vorum við grunnskólanemendur við Norðurgötu að tína rusl í kringum skólann
okkar og þrífa Skólabalann. Tilgangurinn með þessum degi er að fá alla til að hugsa
vel um umhverfið.
Allir nemendur í Grunnskóla Fjallabyggðar fengu heim með sér pappabox frá „Hringrás“ til að setja rafhlöður í og þegar boxið er fullt skilum við rafhlöðunum úr honum á næstu bensínstöð eða næstu endurvinnslustöð. Við skulum ekki henda rusli á götuna og hugsa vel um umhverfið.
7. bekkur við Norðurgötu
Texti og mynd: Aðsent
Athugasemdir