Grunnskólinn við Norðurgötu

Grunnskólinn við Norðurgötu Á degi umhverfisins, vorum við grunnskólanemendur við Norðurgötu að tína rusl í kringum skólann okkar og þrífa Skólabalann.

Fréttir

Grunnskólinn við Norðurgötu

Grunnskólabörn við Norðurgötu
Grunnskólabörn við Norðurgötu

Á degi umhverfisins, vorum við grunnskólanemendur við Norðurgötu að tína rusl í kringum skólann okkar og þrífa Skólabalann. Tilgangurinn með þessum degi er að fá alla til að hugsa vel um umhverfið.

Við rákumst á rusl sem hefur fokið úr ruslatunnum vegna þess að tunnur eru ekki allar nógu vel festar. Í Fjallabyggð flokkum við rusl og látum í viðeigandi ílát. Í gráu tunnuna: almennt sorp. Í grænu tunnuna:endurvinnanlega hluti t.d. pappa, mjólkurfernur, eggjabakka, plast og pappír. Í brúnu tunnuna látum við lífrænan úrgang.

Allir nemendur í Grunnskóla Fjallabyggðar fengu heim með sér pappabox frá „Hringrás“  til að setja rafhlöður í og þegar boxið er fullt skilum við rafhlöðunum úr honum á næstu bensínstöð eða næstu endurvinnslustöð. Við skulum ekki henda rusli á götuna og hugsa vel um umhverfið.

7. bekkur við Norðurgötu

Texti og mynd: Aðsent




Athugasemdir

23.júlí 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst