Íbúum fjallabyggðar gefinn kostur á að leika í auglýsingu

Íbúum fjallabyggðar gefinn kostur á að leika í auglýsingu Áhugasömum leikurum og öðrum gefst nú færi á að fara í áheyrnarprufur í Grunnskóla Fjallabyggðar

Fréttir

Íbúum fjallabyggðar gefinn kostur á að leika í auglýsingu

Svipar líkelga ekki til sjónvarpsauglýsingarinnar: Ljósmyndasafn Siglufjarðar 58-nn-006-001
Svipar líkelga ekki til sjónvarpsauglýsingarinnar: Ljósmyndasafn Siglufjarðar 58-nn-006-001
Áhugasömum leikurum og öðrum gefst nú færi á að fara í áheyrnarprufur í Grunnskóla Fjallabyggðar við Hlíðarveg á Siglufirði á morgun, 29.des. milli klukkan 10:00-17:00 en þar gefst fólki kostur á að sýna hæfileika sína fyrir gerð sjónvarpsauglýsingar sem taka á upp í lok janúar á næsta ári.




Verið er að leita eftir fólki á aldrinum 10-12 ára og 17-20 ára og eins fólki á miðjum aldri til að leika foreldra og kennara.

Um er að ræða bæði stór og lítil hlutverk og er örugglega gaman að kynnast því hvernig svona auglýsing verður til.

Áhugasamir geta mætt beint í áheyrnarprufur en eins er hægt að hafa samband við Sigmund Sigurðsson, tengilið leikstjórans, í síma 847-2223.

Athugasemdir

16.ágúst 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst