Innanhúsmót KF Kjarna og Egils fór fram laugardaginn 28. desember
sksiglo.is | Almennt | 30.12.2013 | 06:00 | Jón Hrólfur Baldursson | Lestrar 454 | Athugasemdir ( )
Innanhúsmót KF Kjarna og Egils fór fram laugardaginn 28. desember í íþróttahúsinu á Siglufirði.
Mótið var vel sótt og allir sem ég sá þarna voru alveg í
sérstöku hátíðar-keppnis-skapi.
Eins og gengur og gerist þurftu jú einhverjir að tapa og var því yfirleitt
tekið með alveg ótrúlegri prúðmennsku og stóískri ró eins og á að sjálfsögðu að vera á svona
hátíðarmóti.
Óli Guðbrands var sérstaklega ánægður með það hvernig
gekk hjá hans liði og sannkallaður hátíðar-keppnis-andi sveif yfir honum og liðinu hans.
Úrslit mótsins fóru svona (þó það hafi ekki fylgt sögunni
hverjir voru í þeim liðum).
Sigurvegarar mótsins voru : Synir Habbós
Annað sæti : Hilmar og dvergarnir 7.
Þriðja sæti. Stubbarnir.
Virkilega skemmtilegt mót sem vonandi á eftir að verða stærra og umfangsmeira með árunum.
Hér eru svo nokkrar myndir sem ég náði á þessu örfáu mínútum sem ég fylgdist með mótinu.








Athugasemdir