Innanhúsmót KF Kjarna og Egils fór fram laugardaginn 28. desember
sksiglo.is | Almennt | 30.12.2013 | 06:00 | Jón Hrólfur Baldursson | Lestrar 457 | Athugasemdir ( )
Innanhúsmót KF Kjarna og Egils fór fram laugardaginn 28. desember í íþróttahúsinu á Siglufirði.
Mótið var vel sótt og allir sem ég sá þarna voru alveg í
sérstöku hátíðar-keppnis-skapi.
Eins og gengur og gerist þurftu jú einhverjir að tapa og var því yfirleitt
tekið með alveg ótrúlegri prúðmennsku og stóískri ró eins og á að sjálfsögðu að vera á svona
hátíðarmóti.
Óli Guðbrands var sérstaklega ánægður með það hvernig
gekk hjá hans liði og sannkallaður hátíðar-keppnis-andi sveif yfir honum og liðinu hans.
Úrslit mótsins fóru svona (þó það hafi ekki fylgt sögunni
hverjir voru í þeim liðum).
Sigurvegarar mótsins voru : Synir Habbós
Annað sæti : Hilmar og dvergarnir 7.
Þriðja sæti. Stubbarnir.
Virkilega skemmtilegt mót sem vonandi á eftir að verða stærra og umfangsmeira með árunum.
Hér eru svo nokkrar myndir sem ég náði á þessu örfáu mínútum sem ég fylgdist með mótinu.
Hér er Óli Guðbrands að missa bolta framjá
sér sem endaði í markinu.
Og hér er annar bolti að fara framhjá Óla. (Hann
stóð sig samt mjög vel í markinu, það hitti bara svona einkennilega á að það var skorað hjá honum allavega tvisvar þetta korter
sem ég stoppaði þarna).
Spekingar spjalla.
Hér er Róbert Haraldsson að reyna að róa
þetta aðeins niður.
Hér er Sigurjón Sigtryggsson (í rauðu) að berjast
um boltann. Vantar nafn á þann sem er í gulu vesti.
Agnar Þór Sveinsson að dúndra boltanum fram.
Brynjar Harðarson alveg sultuslakur í markinu.
Hilmar Hreiðarsson átti stórleik (eða leiki)



Athugasemdir