Það er svo margt ...

Það er svo margt ... Það er svo margt ef að er gáð í lífríki hafsins. Eitt gamalt akkeri sem kemur upp af hafsbotni er þakið hinum fjölbreytilegustu

Fréttir

Það er svo margt ...

Ankerið framan á Keilir
Ankerið framan á Keilir

Það er svo margt ef að er gáð í lífríki hafsins. Eitt gamalt akkeri sem kemur upp af hafsbotni er þakið hinum fjölbreytilegustu lífverum, svo sem hrossaþara, hrúðurkörlum, sæsvömpum, sölvum, krossfiskum og smá-trjónukröbbum.

Akkerið sem sést á myndinni hangandi á akkeri Keilis kom upp af hafsbotninum framundan Staðarhólsbökkum þar sem norsku síldarskipin lágu í hinum miklu landlegum á öðrum, þriðja og fjórða áratugum tuttugustu aldar. Þarna voru þeir Erling Jónsson og Gunnar Júlíusson á Keili SI 145 við boranir á hafsbotni þegar þessi óvænti fundur átti sér stað. Og þessi áhugaverði og fjölskreytti gripur sem kominn er nú á Síldarminjasafnið minnir á það að hafsbotninn er geymslustaður ógrynni eftirsóttra forngripa út um allan heim.  -ök









Texti: ÖK
Myndir: GJS


Athugasemdir

07.ágúst 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst