Kennsla í fisktækni í Menntaskólanum á Tröllaskaga hefst haustið 2012.

Kennsla í fisktækni í Menntaskólanum á Tröllaskaga hefst haustið 2012. Áhersla verður lögð á íslenskan sjávarútveg sem eina af undirstöðu

Fréttir

Kennsla í fisktækni í Menntaskólanum á Tröllaskaga hefst haustið 2012.

Frá skólaslitum í vor
Frá skólaslitum í vor

Áhersla verður lögð á íslenskan sjávarútveg sem eina af undirstöðu atvinnugreinum Íslendinga og mikilvægan þátt í menningu okkar og arfleið.

Í náminu verður auk kjarnagreina boðið upp á áfanga í sjávarútvegsfræðum, vinnuvistfræði, námstækni, fiskvinnslu og rekstri fiskvinnslufyrirtækja.

Þá er lögð rík áhersla á vinnustaðanám og tengsl við fyrirtæki og stofnanir. Hægt verður að velja áfanga í sjávarlíffræði, umhverfisfræði og matvælafræði. Í boði verður námsleið til stúdentsprófs ásamt styttri námsleið í fiskiðnaði til framhaldsskólaprófs.

Námið leggur góðan grunn fyrir starfsfólk í fiskiðnaði, veitir þjálfun til fjölbreyttra starfa sem tengjast sjávarútvegi og er góður undirbúningur fyrir háskólanám.

Texti: Aðsendur

Mynd: GJS




Athugasemdir

17.júlí 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst