KF styður Sigga Hallvarðs
Knattspyrnukappinn Sigurður Hallvarðsson ætlar að ganga frá Hveragerði til
Reykjavíkur á föstudag til styrktar Ljósinu.
Siggi var á sínum yngri árum á Siglufirði á sumrin og spilaði þar marga knattspyrnuleiki með yngri flokkum KS.
Nú er KS sameinað Leiftri frá Ólafsfirði í Knattspyrnufélag Fjallabyggðar.
KF ætlar að styrkja söfnun Sigga með allri innkomu af næsta heimaleik liðsins í 1.deild.
Leikurinn fer fram á Ólafsfjarðarvelli sama dag og Siggi ætlar að ganga, föstudaginn 30. ágúst klukkan 18:00.
Ársmiðahöfum KF er frjálst að leggja sitt af mörkum.
Mótherjar KF eru Völsungar frá Húsavík og leikir þessara liða hafa ávallt verið spennandi.
KF sendir Sigga baráttukveðjur.
Með fótboltakveðju,
Stjórn KF.
Athugasemdir