KF spilar æfingaleik við KA
sksiglo.is | Almennt | 16.02.2012 | 15:30 | Guðmundur Skarphéðinsson | Lestrar 149 | Athugasemdir ( )
KF spilar æfingaleik við KA í kvöld klukkan 19:00 um æfingaleik er að ræða því leikurinn er ekki hluti af neinu móti en annars er það að frétta af meistaraflokk að félagið samdi nú á dögunum við tvo drengi sem koma á láni frá KA.
Leikmennirnir léku með KF í Hleðslumótinu á dögunum og þeir hafa núna gengið frá lánssamningi. Sigurjón Fannar er varnarmaður en hann er fæddur árið 1990. Síðastliðið sumar spilaði hann sex leiki í fyrstu deildinni en samtals hefur hann leikið 18 leiki með KA á ferlinum.Arnór Egill lék sjö leiki með KA síðastliðið sumar en þessi framherji er fæddur árið 1989.
Hugsanlegt er að fleiri leikmenn bætist við hópinn á næstu dögum.
Aðsent.
Athugasemdir