Meistaraflokkur karla leikur sinn fyrsta leik

Meistaraflokkur karla leikur sinn fyrsta leik Þegar sumarið kemur bregða krakkar á leik. Það á einnig við um fótboltann. Meistaraflokkur karla leikur

Fréttir

Meistaraflokkur karla leikur sinn fyrsta leik

3. flokkur KF-Tindastóll
3. flokkur KF-Tindastóll

Þegar sumarið kemur bregða krakkar á leik. Það á einnig við um fótboltann. Meistaraflokkur karla leikur  sinna fyrsta alvöru leik í sumar þegar bikarkeppni KSÍ hefst nú á sunnudag hjá KF.

Þrátt fyrir að bæði Ólafsfjarðarvöllur og Siglufjarðarvöllir komi vel  undan vetri eru þeir ekki klárir í leikinn sem verður nú á sunnudag og því þarf að spila leikinn í Boganum á Akureyri.  Andstæðingar KF í þessum firsta alvöru leik eru ungir strákar úr Skagafirði.

Vinni KF leikinn verður næsti leikur á móti Þór sem eins og margir vita fóru í úrslitaleikinn í bikarkeppninni í fyrra. Það er því mjög verðugt verkefni að taka vel á drengjunum frá Sauðárkróki í Boganum á sunnudag klukkan 18:00.

Hvetjum alla stuðningsmenn KF til að mæta á leikinn í Boganum og styðja við bakið á okkar strákum í KF

Texti: Þorvaldur Þorsteinsson

Mynd: Aðsend


Athugasemdir

23.júlí 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst