Kiwanis afhendir reiðhjólahjálma

Kiwanis afhendir reiðhjólahjálma Í dag, föstudag 25. maí kl. 10:00, afhenti Kiwanisklúbburinn Skjöldur 6 ára bekk í Grunnskóla Fjallabyggðar Siglufirði

Fréttir

Kiwanis afhendir reiðhjólahjálma

Í dag, föstudag 25. maí kl. 10:00, afhenti Kiwanisklúbburinn Skjöldur 6 ára bekk í Grunnskóla Fjallabyggðar Siglufirði reiðhjólahjálma. Verkefnið er samstarfsverkefni Kiwanis og Eimskips.

Það að færa yngstu börnunum hjálma er árlegur viðburður og mun Kiwanisklúbburinn Súlur í Ólafsfirði einnig afhenda börnum hjálma kl. 11:00 í Grunnskólanum í Ólafsfirði.

Við þetta tækifæri fengum við Guðbrand Ólafsson lögregluþjón til að ræða við börnin um notagildi hjálmanna og var síðan boðið upp á veitingar.









Mundý kennari, Guðbrandur lögga, nemendur í 6 ára bekk, Kiwanisfélagar, Arnar, Steinar og Baldur Jörgen



Nemendur fengu að skoða lögreglubílinn.



Frá Grunnskólanum í Ólafsfirði









Börnin með Kiwanisfélögum frá Siglufirði og Ólafsfirði





Hópurinn hefur stækkað, Guðbrandur lögga, Kiwanisfélagar, kennarar, fulltrúar frá rauðakrossinum og 6 ára börnin sem fengu hjálmana frá Eimskip og Kiwanis.

Texti og myndir: GJS




Athugasemdir

21.júlí 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst