Kiwanis afhendir reiðhjólahjálma
sksiglo.is | Almennt | 25.05.2012 | 15:45 | Guðmundur Skarphéðinsson | Lestrar 406 | Athugasemdir ( )
Í dag, föstudag 25. maí kl. 10:00, afhenti Kiwanisklúbburinn Skjöldur 6 ára bekk í Grunnskóla Fjallabyggðar Siglufirði reiðhjólahjálma. Verkefnið er samstarfsverkefni Kiwanis og Eimskips.
Við þetta tækifæri fengum við Guðbrand Ólafsson lögregluþjón til að ræða við börnin um notagildi hjálmanna og var síðan boðið upp á veitingar.
Mundý kennari, Guðbrandur lögga, nemendur í 6 ára bekk, Kiwanisfélagar, Arnar, Steinar og Baldur Jörgen
Nemendur fengu að skoða lögreglubílinn.
Frá Grunnskólanum í Ólafsfirði
Börnin með Kiwanisfélögum frá Siglufirði og Ólafsfirði
Hópurinn hefur stækkað, Guðbrandur lögga, Kiwanisfélagar, kennarar, fulltrúar frá rauðakrossinum og 6 ára börnin sem fengu hjálmana frá Eimskip og Kiwanis.
Texti og myndir: GJS
Athugasemdir