Kveikt á Jólatrénu á Ráđhústorgi. Myndir og myndband
sksiglo.is | Almennt | 02.12.2013 | 12:30 | Jón Hrólfur Baldursson | Lestrar 509 | Athugasemdir ( )
Kveikt var á jólatrénu á Ráðhústorgi s.l laugardag í
örlítilli hríð í byrjun og svo í alveg grenjandi rigningu og roki í lokin.
Það var alveg ljómandi gott að láta rigninguna lemja sig aðeins í
andlitið, gegnbleyta föt og skó þannig að manni hefur líklega sjaldan eða aldrei fundist maður vera meira lifandi en akkúrat þegar kveikt var
á trénu.
Jólasveinarnir mættu að sjálfsögðu á staðinn og dreifðu
ávöxtum til barnanna. Kaupmannafélag Siglufjarðar bauð upp á heitt súkkulaði og piparkökur.
Birgir Bragi Heimisson kveikti svo á jólatrénu.
Sökum þess að rigningin var með mesta móti var frekar lítið tekið
af myndum en þó eitthvað.

Leikskóabörn að syngja.




Jólasveinarnir komu að sjálfsögðu.
Hér eru þeir piltarnir hennar Grýlu að gefa börnunum mandarínur.
Og svo er hér örstutt myndband.




Athugasemdir