Kvennahlaupið er á fimmtudaginn kl. 14.00

Kvennahlaupið er á fimmtudaginn kl. 14.00 Kvennahlaup ÍSÍ er haldið um allt land þann 4. júní nk. en þar sem ferming fer fram á Siglufirði þann dag 

Fréttir

Kvennahlaupið er á fimmtudaginn kl. 14.00

Kvennahlaup á Siglufirði
Kvennahlaup á Siglufirði

Kvennahlaup ÍSÍ er haldið um allt land þann 4. júní nk. en þar sem ferming fer fram á Siglufirði þann dag  hentar sú dagsetning illa fyrir hlaupið.

Því hefur verið ákveðið að hlaupið verði á uppstigningardag, þ.e. fimmtudaginn 2. Júní, og hefst hlaupið kl. 14.00.

Sem fyrr er hlaupið frá Torginu. Bolirnir í ár eru fagurbláir og kosta kr. 1.250 líkt og í fyrra. Hressing bíður þátttakenda í lok hlaups.

Umf Glói sér um framkvæmd hlaupsins, líkt og síðustu ár, og vonar að kvenfólk staðarins og gestir fjölmenni og hlaupi sér til heilsubótar og hressingar. Náðst hafa ágætis samningar við veðurguðina!

Myndir og texti, Þórarinn Hannesson


Athugasemdir

08.ágúst 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst