Leikskólagöngutúr
sksiglo.is | Almennt | 10.01.2014 | 12:30 | Jón Hrólfur Baldursson | Lestrar 437 | Athugasemdir ( )
Ég náði nokkrum myndum af börnunum í leikskólanum Leikskálum í gær þar sem þau voru að fara í göngutúr í bæinn.
Einn spurði mig hvort ég væri jólasveinninn og annar sagði mér stolltur
frá því að hann héldi með Leeds í fótboltanum sem er víst alveg sérdeilis gott í dag. Það minntist enginn á
Liverpúl og Mannsesster í þessari heimsókn.
Eitthvað gæti þessi Leeds upphrópun hjá piltinum tengst því að Óli Agnars og Árni Skarp hafi verið þarna nálægt.
Það er alltaf gaman að hitta þessi hressu og glöðu krakka og við erum
forrík að eiga þennan flotta hóp í Fjallabyggð.






Athugasemdir