Leyningsá í réttan farveg
Leyningsá var hleypt í gegn um nýlega gerða brú í Hólsdalnum siðastliðinn þriðjudag.
Kári Hreinsson var á gröfunni og rauf stíflu sem var gerð þegar unnið var að því að koma steypta ræsinu fyrir sem Leyningsá
mun renna í gegn um í framtíðinni.
ÓHK Trésmíði sá um smíðavinnu við ræsið í samstarfi við B.Á.S. Vélaleigu og brúin var teiknuð af
Þorsteini Jóhannessyni hjá Verkfræðistofu Siglufjarðar.
Lagfæring á farvegi Leyningsár er hluti af þeirri miklu uppbyggingu á nýja golf-vellinum sem er í smíðum og áætlað er að
opni 2015 ef allt gengur upp. En þess má geta að Edwin Roald er aðal hönnuður nýja golfvallarins.
Grétar Sveinsson stóð með björgunarhring og fylgdist með þegar Óli Kára tók myndir á Canon myndavélina hans Kára og
lagði sig í stórhættu við það að ná góðu myndefni. Ég var hins vegar í öruggri fjarlægð á meðan
ég stóð ofan á brúnni og tók myndir af Kára þegar hann rauf stífluna.
Ef aðstæður leyfa verður áfram haldið við að fylla jarðveg að brúnni og móta umhverfi hennar. Í því felst t.d. að
hlaða grjóti upp með henni að neðanverðu í takt við þann frágang sem nú má sjá meðfram bökkum Leyningsár og
niður í lygnurnar sem nú hafa verið mótaðar í gömlu malarnámunni.
Þetta verður allt hið glæsilegasta og gaman að sjá hvernig Hólsdalurinn tekur glæsilegum breytingum dag frá degi.
Myndir tóku Ólafur Kárason og Hrólfur.
Grétar bíður poll rólegur eftir því að
stíflan verði mokuð í burtu.
Og enn bíður Grétar.
Kári Hreinsson klár í að grafa í
sundur stífluna.
Þessa mynd tók Óli Kára. Takið eftir því
að þessi mynd virðist alveg óhreyfð.
Óli Kára tók þessa mynd líka og hún er
nokkuð góð en smá hreyfing í henni. Eins og sést er vatnið byrjað að renna niður úr stíflunni.
Þegar Óli tók þessa mynd hefur hann verið orðin
örlítið smeikur því hún er þónokkuð meira hreyfð en hinar fyrri. (Annars er Óli alveg fyrirtaks myndasmiður).
Ólafur H. Kárason smiður og myndasmiður.
Horft niður eftir nýjum farvegi árinnar.
Kári að skoða árangurinn.
Svo kemur eitt svona örmyndband í restina hér fyrir neðan.
Athugasemdir