Lyfjaverksmiðja og hótel
sksiglo.is | Almennt | 23.08.2012 | 11:50 | Guðmundur Skarphéðinsson | Lestrar 817 | Athugasemdir ( )
Róbert Guðfinnsson, fyrrverandi forstjóri og stjórnarformaður Þormóðs ramma á Siglufirði, og viðskiptafélagi hans, Vilhelm Már Guðmundsson, eru aðaleigendur íslenska lyfjaþróunarfélagsins Geníss, en þeir eiga 79% í félaginu og Nýsköpunarsjóður á 21%.
Félagið er langt komið með lyfjaþróun og prófanir á tvenns konar lyfjum, bólgueyðandi og til beinfyllingar, og stefnir að því að reisa lyfjaverksmiðju á Siglufirði og að fyrstu lyfin fari á markað seinni hluta næsta árs.Þetta kemur fram í ítarlegu viðtali Viðskiptablaðs Morgunblaðsins við Róbert í dag.
Milli 40 og 50 manns muni fá vinnu í lyfjaverksmiðjunni þegar hafin verður starfsemi og ef vel gangi verði stefnt að stækkun.
Texti: MBL.isMynd: GJS
Athugasemdir