Nemendur frá háskólanum á Hólum skoða ferðaþjónustu í Fjallabyggð
sksiglo.is | Almennt | 18.01.2011 | 06:30 | Finnur Yngvi Kristinsson | Lestrar 599 | Athugasemdir ( )
Ferðamáladeild háskólans að Hólum skoðar nú ferðaþjónustuna í Fjallabyggð en áfanginn „Sveitir og Sjávarbyggðir“ sem kenndur er á vorönn felur einmitt í sér greiningu á áfangastöðum á landsbyggðinni.
Tólf nemendur úr háskólanum að Hólum lögðu leið sína í Fjallabyggð í gærdag ásamt kennara sínum Guðrúnu Þóru sem fer fyrir áfanganum. Í áfanganum vinna nemendur í hópum og fékk einn hópurinn það verkefni að greina Fjallabyggð. Á ferð sinni til Siglufjarðar hitti hópurinn fyrir Sigurð Val bæjarstjóra, kíktu í Síldarminjasafnið og kynntu sér starfssemi Rauðku en því næst var haldið á Ólafsfjörð þar sem ferðaþjónustan var skoðuð í þaula en þar fer til að mynda í gang hvalaskoðun næsta sumar.
Margar spurningar brunnu á vörum nemendanna sem voru á öllum aldri og leggja sig greinilega alla fram við námið.
Tólf nemendur úr háskólanum að Hólum lögðu leið sína í Fjallabyggð í gærdag ásamt kennara sínum Guðrúnu Þóru sem fer fyrir áfanganum. Í áfanganum vinna nemendur í hópum og fékk einn hópurinn það verkefni að greina Fjallabyggð. Á ferð sinni til Siglufjarðar hitti hópurinn fyrir Sigurð Val bæjarstjóra, kíktu í Síldarminjasafnið og kynntu sér starfssemi Rauðku en því næst var haldið á Ólafsfjörð þar sem ferðaþjónustan var skoðuð í þaula en þar fer til að mynda í gang hvalaskoðun næsta sumar.
Margar spurningar brunnu á vörum nemendanna sem voru á öllum aldri og leggja sig greinilega alla fram við námið.
Athugasemdir