Norðurlandsmótið í badminton á laugardag
Norðurlandsmót í Badminton verður haldið í íþróttahúsi Siglufjarðar á morgun, laugardaginn 20.apríl. Áttatíu og níu keppendur eru skráðir til leiks en keppt er í unglinga- og fullorðinsflokkum.
Unglingaflokkarnir byrja að spila klukkan 10:00 en þar eru fjörutíu og átta keppendur, fullorðinsflokkarnir byrja síðan að spila klukkan 14:00 en þar eru fjörutíu og einn keppandi.
Keppendur koma frá þremur félugum: TBS, TB-KA Akureyri og Semherja frá Hrafnagili.
TBS hvetur alla til að kíkja og sjá spennandi keppni en húsið verður opnað að sunnanverðu fyrir áhorfendur og sjoppa verður á staðnum.
Ljósmyndir fengnar á vef TBS (tbs.123.is), ljósmyndari María Jóhannsdóttir.
Athugasemdir