Nýi 10.000 kallinn kominn á Sigló
sksiglo.is | Almennt | 06.11.2013 | 06:00 | Jón Hrólfur Baldursson | Lestrar 503 | Athugasemdir ( )
Ekki var seinna vænna en akkúrat núna að fá nýja 10.000 kallinn
til Siglufjarðar.
Þar sem hinir bréfpeningarnir þ.e.a.s 500 kallinn, 1000 kallinn og 5000 kallinn eru
orðnir næstum því verðlausir. 2000 kallinn er líklega týndur og klinkið þvælist bara fyrir í vösum og veskjum.
Ég sé fyrir mér að í hugsanlegri endurgerð bókarinnar af Hans
og Grétu gæti Gréta hent 1, 5 og 10 króna peningum á jörðina til að getað ratað heim aftur, það myndu líklega fáir nenna
að hirða það upp af götunni (sökum rýrnunar á verðgildi eða eitthvað annað álíka stórmerkilegt
fjármála-tungumál) þannig að leiðin væri örugg heim.
Gulli Stebbi og Bjössi Sveins héldu seðlinum stolltir á milli sín
þegar ég rölti inn í Sparisjóð Siglufjarðar fyrir mjög stuttu síðan til að tékka á mínusnum á reikningnum
mínum.
Einhver vandræðagangur var með það að halda á seðlinum eins og
reyndar hjá fleiri aðilum sem fengið hafa seðilinn í hendurnar en það reddaðist allt hjá þeim að lokum.
Allavega er nýi seðillinn kominn í hús og líklega slegist alveg um að
fá þetta bréfsnifsi í hendurnar.







Athugasemdir