Nýr upplýsingavefur ferðamanna
Sigló.is hefur nú unnið að því síðastliðnar vikur að setja upp nýja upplýsingasíðu fyrir ferðamenn og aðra áhugasama um Siglufjörð á vefnum. Hvetjum við alla þjónustuaðila í Fjallabyggð og Fljótum til að senda okkur upplýsingar um starfssemi sína.
Vefurinn er uppsettur bæði á Íslensku og ensku og er stefnt að því að íslenski hluti hans innihaldi upplýsingar um alla þjónustu sem í boði er á svæðinu. Erlendur hluti síðunnar mun hinsvegar vera stílaður beint að ferðaþjónustu og verður útlit hans með örlítið öðru sniði en sá íslenski.
Enn á eftir að setja mikið af upplýsingum inn á vefinn og óskar sigló.is eftir því að þeir þjónustuaðilar sem áhuga hafa á að vera sýnilegir aðstoði okkur með því að senda línu á sksiglo@sksiglo.is með upplýsingum um heimilisfang, símanúmer, netfang, vefslóð (ef hún er til) og stutta lýsingu á starfssemi fyrirtækis.
Endilega skoðið síðuna og bendið vinum og vandamönnum á.
Athugasemdir