Ófærð á Norðurlandi
visir.is | Almennt | 07.03.2011 | 09:30 | Helga Sigurbjörnsdóttir | Lestrar 475 | Athugasemdir ( )
Ófært er á milli Reykjavíkur og Akureyrar þar sem bæði Holtavörðuheiði og Öxnadalsheiði eru ófærar.
Nokkur hundruð manns, þeirra á meðal nokkrar rútur með skólakrökkum, nýttu sér nýja hjáleið um Héðinsfjarðargöngin og síðan um Laxárdalsheiði, og komust þannig suður í gærkvöldi.
Sex bíla árekstur varð á Öxnadalsheiðinni í gærkvöldi, en engin mun hafa meiðst þrátt fyrir töluvert eignatjón.
Ófærð er líka sumstaðar á Vestfjörðum, en annars er hálka víðast hvar á landinu.
Athugasemdir