Óvenjuleg sýning

Óvenjuleg sýning Ræðarinn og ljósmyndarinn, Fiann Paul, var í óða önn að setja upp sýningu sína á Bátahúsinu þegar fréttamann siglo.is bar að

Fréttir

Óvenjuleg sýning

Natalie Caroline og Fiann Paul
Natalie Caroline og Fiann Paul

Ræðarinn og ljósmyndarinn, Fiann Paul, var í óða önn að setja upp sýningu sína á Bátahúsinu þegar fréttamann siglo.is bar að garði í morgun. Samferðakona hans, Natalie Caroline, var honum til hjálpar með hamar og nagla.

Sýningin samanstendur af þrjátíu og tveimur ljósmyndum sem allar eru teknar á Grænlandi. Það óvenjulega við sýninguna er að hún er hönnuð til að vera utandyra og þola öll veður.

Siglfirðingar eru hvattir til að leggja leið sína á staðinn og fá sér göngutúr kringum Bátahúsið og skoða þessar frábæru myndir af framandi slóðum.

Sýningin ber heitið „Þaðan sem norðanvindurinn kemur þar býr fólk með gott hjartalag“.


Texti og myndir: GJS


Athugasemdir

07.ágúst 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst