Prjónakvöld og upplestur í Bókasafninu

Prjónakvöld og upplestur í Bókasafninu Vel heppnað prjónakvöld var haldið í bókasafninu á Siglufirði þriðjudagskvöldið 1. nóvember frá kl. 20 til 22.

Fréttir

Prjónakvöld og upplestur í Bókasafninu

Setið við prjóna. Ása Árnadóttir, Rósa Bjarnadóttir og Ásdís Kjartansdóttir
Setið við prjóna. Ása Árnadóttir, Rósa Bjarnadóttir og Ásdís Kjartansdóttir

Vel heppnað prjónakvöld var haldið í bókasafninu á Siglufirði þriðjudagskvöldið 1. nóvember frá kl. 20 til 22. Alls mættu 18 konur sem skemmtu sér við prjónaskap og spjall.

Þetta er annað prjónakvöldið sem haldið er í bókasafninu og sú nýbreytni var tekin upp nú að bjóða upp á upplestur á nýjum bókum.

Það var Örlygur Kristfinnsson safnstjóri, rithöfundur og myndlistarmaður sem las upp úr fimm stjörnu bókinni, Sögur úr síldarfirði.

Næsta prjónakvöld verður haldið þriðjudaginn 15. nóv. kl. 20 til 22. Forstöðumaður Bókasafns Fjallabyggðar þakkaði góða kvöldstund og hlakkar til næsta prjónakvölds. Hvetur fleiri konur til að mæta með prjóna og taka þátt í gleðinni sem þessum kvöldum fylgir.

























Texti og myndir: GJS


Athugasemdir

03.ágúst 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst