Prjónakvöld og upplestur í Bókasafninu
sksiglo.is | Almennt | 03.11.2011 | 06:00 | Guðmundur Skarphéðinsson | Lestrar 698 | Athugasemdir ( )
Vel heppnað prjónakvöld var haldið í bókasafninu á Siglufirði þriðjudagskvöldið 1. nóvember frá kl. 20 til 22. Alls mættu 18 konur sem skemmtu sér við prjónaskap og spjall.
Þetta er annað prjónakvöldið sem haldið er í bókasafninu og sú nýbreytni var tekin upp nú að bjóða upp á upplestur á nýjum bókum.Það var Örlygur Kristfinnsson safnstjóri, rithöfundur og myndlistarmaður sem las upp úr fimm stjörnu bókinni, Sögur úr síldarfirði.
Næsta prjónakvöld verður haldið þriðjudaginn 15. nóv. kl. 20 til 22. Forstöðumaður Bókasafns Fjallabyggðar þakkaði góða kvöldstund og hlakkar til næsta prjónakvölds. Hvetur fleiri konur til að mæta með prjóna og taka þátt í gleðinni sem þessum kvöldum fylgir.
Texti og myndir: GJS
Athugasemdir