Siglfirskt blóð í æðum
og þeirra sem dvöldu á Siglufirði fram á síðasta dag, sá yngsti til þessa er Ragnar Jónasson sem flestir þekkja.
En nú hefur enn einn með siglfirskt blóð í æðum stigið fram á ritvöllinn og gefið út sína fyrstu bók, og er ákveðinn í að halda áfram á þeim vettvangi.
Það er Stefán Birgir Stefánsson, sonur Huldu Guðbjargar Kristinsdóttur (Dóttir Kristins og Löllu, sem bjuggu á Siglufirði til dauðadags.) Bókin heitir ÚTBURÐUR.
Nánar má lesa um bókina frá tenglinum hér neðar.
Bókin ÚTBURÐUR er blanda af morðgátu í smábæ, hrollvekju og vísindaskáldskap.
Hún segir frá Lísu, ungri konu sem vinnur hjá íslenskri stofnun sem sér um allt það sem ber að halda leyndu. Lísa er send í verkefni til Hulduvíkur, sem er einangraður og falinn smábær við rætur Snæfellsjökuls.
Þar kemst hún fljótt að því að þó hún sé vön ýmsu yfirnáttúrulegu, þá er hún ekki tilbúin fyrir það sem henni bíður…
Aðsent: Texti: SK, og texti af vefsíðunni http://www.sbs.is/archives/1018
Þar sem lesa má frekar um bók og höfund.
Athugasemdir