Siglósport og Ella Gests
sksiglo.is | Almennt | 04.11.2013 | 06:00 | Jón Hrólfur Baldursson | Lestrar 1077 | Athugasemdir ( )
Ég kom við hjá Ellu Gests í Siglósport fyrir stuttu síðan og fékk að smella af nokkrum myndum og að sjálfsögðu spjölluðum við heilmikið á meðan ég smellti af myndunum.
Það mætti segja að Ella Gests sé andlit búðarinnar og tekur manni
opnum örmum og er boðin og búin að gera allt sem í hennar valdi stendur fyrir mann þegar maður rambar inn í leit að lóttó-miða,
nærfötum, sokkum, skóm, treflum, belti og buxum. Og örugglega miklu meira af alls konar fatakyns, sem er bara alveg virkilega gott efni í.
Ég er ósjaldan dreginn þarna inn af kvennþjóðinni minni þegar
við spásserum um götur bæjarins og dömunum langar alveg virkilega að skoða eitthvað fallegt fatakyns. Reyndar heyrist nokkuð oft í eldri
dóttur minni þegar mig langar bara að fara heim að leggja mig örþreyttur eftir göngutúrinn um allan miðbæinn, "förum þarna og
skoðum föt, ha, plís pabbi, gerum það, ha!!". Og hvað getur maður annað gert en að fara akkúrat þangað inn þegar manni er
skipað svona ómótsæðilega fallega fyrir. Ég reyndar held að það sé innbyggt í kvennþjóðina að kíkja í
búðir og snerta á öllum mögulegum og ómögulegum hlutum og finna "hvað er virkilega gott í þessu" öllu saman.
Ég ætla reyndar að koma með smá hugmynd fyrir til dæmis
Sigló-Sport og aðrar búðir sem ekki eru orðnar "karla þróaðar" ef svo mætti kalla. Af hverju hafa ekki fleiri en einni búð sem ég
veit um dottið það í hug að gera svona "karla horn"? Þar sé ég fyrir mér að geti verið þægilegur stóll, eða
sófi, jafnvel kaffi og Lifandi vísindi eða Sagan öll o.sv.fr. Jafnvel sjónvarp. Ég fór einusinni í búð úti í
Skotlandi með frúnni þar sem voru svona þægindi fyrir örþreytta karlmenn og það þurfti hreinlega að draga okkur út úr
búðinni, þvílík voru þægindin og lúxúsinn. Þá voru stúlkurnar örugglega búnar að koma við hverja
einustu flík í búðinni, pæla í öllu saman og versla einhvern slatta. Við karlarnir áttum svo notalega stund þarna.
Steinþögðum, störðum á hvorn annann, sjónvarpið og vegginn til skiptis og sötruðum kaffi.
Annað svona dæmi sem ég heyrði af var þannig að eiginmaður kemur með konu sinni í búð einhverstaðar í útlöndum. Að sjálfsögðu fatabúð. Karlræfillinn er svo þreyttur eftir allt búða-rápið að hann sest í sófa sem er í búðinni á meðan frúin skoðar hverja einustu flík og hann steinsofnar. Afgreiðslustúlkurnar voru svo ánægðar með það hvað hann beið þolinmóður eftir frúnni að þegar hann vaknar er hvítvín, kampavín og kavíar á borði beint fyrir framan hann. Þær höfðu aldrei séð svona þolinmóðan mann bíða svona lengi eftir konu sinni. Reyndar var hann ekki þolinmóður, hann var steinsofandi.
Annað svona dæmi sem ég heyrði af var þannig að eiginmaður kemur með konu sinni í búð einhverstaðar í útlöndum. Að sjálfsögðu fatabúð. Karlræfillinn er svo þreyttur eftir allt búða-rápið að hann sest í sófa sem er í búðinni á meðan frúin skoðar hverja einustu flík og hann steinsofnar. Afgreiðslustúlkurnar voru svo ánægðar með það hvað hann beið þolinmóður eftir frúnni að þegar hann vaknar er hvítvín, kampavín og kavíar á borði beint fyrir framan hann. Þær höfðu aldrei séð svona þolinmóðan mann bíða svona lengi eftir konu sinni. Reyndar var hann ekki þolinmóður, hann var steinsofandi.
En nóg um það.
Siglósport er mjög flott búð með miklu vöruúrvali og alltaf
gott að kíkja þar við, jafnvel bara til þess eins að spjalla við Ellu Gests og hinar starsstúlkurnar og finna hvað það er virkilega gott
í þessum fötum öllum saman.





Athugasemdir