Siglufjarðarkirkja 80 ára

Siglufjarðarkirkja 80 ára Í dag eru 80 ár liðin frá vígslu Siglufjarðarkirkju, 28. ágúst 1932. Þess verður þó ekki formlega minnst fyrr en á

Fréttir

Siglufjarðarkirkja 80 ára

Í dag eru 80 ár liðin frá vígslu Siglufjarðarkirkju, 28. ágúst 1932. Þess verður þó ekki formlega minnst fyrr en á sunnudaginn kemur, 2. september, en þá kl. 14.00 verður hátíðarguðsþjónusta með þátttöku Agnesar M. Sigurðardóttur biskups Íslands, Solveigar Láru Guðmundsdóttur biskups á Hólum ásamt fyrrverandi prestum og núverandi sóknarpresti, tónlistarfólki og fleiri aðilum. Þetta verður auglýst nánar hér á laugardag.

Þess má geta að von er á árgangi 1932 til Siglufjarðar umrædda helgi, sem eykur enn frekar á gleði og hátíðleika stundarinnar.

Í tilefni þessa afmælis er Systrafélag Siglufjarðarkirkju að hefja sína árlegu merkjasölu. Gengið verður í öll hús á Siglufirði á næstu dögum og merkið boðið til sölu. Allur ágóði rennur til viðhalds og endurbóta á kirkjunni. Vonast félagið til að íbúar bæjarins taki jafn vel á móti Systrafélagskonum eins og verið hefur undanfarin ár.

Merkið kostar litlar 1.000 krónur.



Texti og myndir: Sigurður Ægisson


Athugasemdir

17.júlí 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst