Siglunesið við Siglufjörð

Siglunesið við Siglufjörð Undanfarin ár hefur brimið verið að nálgast húsin sem standa á fjörukambinum á Siglunesi. Það eru nokkur ár síðan eigendur af

Fréttir

Siglunesið við Siglufjörð

Brimið farið að nálgast húsin á Siglunesi
Brimið farið að nálgast húsin á Siglunesi
Undanfarin ár hefur brimið verið að nálgast húsin sem standa á fjörukambinum á Siglunesi. Það eru nokkur ár síðan eigendur af þessum húsum fóru framm á það við bæjaryfirvöld í Fjallabyggð og Siglingamálastofnun að grjóti yrði raðað á kambinn (sjóvörnum) framan við húsin.

Ákveðið var að opna grjótnámu á nesinu og þaðan flutt grjót til framkvæmdanna. En óánægja kom upp meðal landeigenda sem voru mótfallnir því að vegur yrði gerður til þessara framkvæmda.

Skipulagsnefnd fór í vettvangsskoðun á Siglunes 3. september 2010. Nefndin tekur undir framkomnar athugasemdir vegna opnunar námu á Siglunesi og hefur samþykkt að fella námuna út af auglýstri tillögu að aðalskipulagi. Nefndin telur hins vegar að áfram skuli gert ráð fyrir sjóvörnum á Siglunesi í samræmi við tillögur Siglingastofnunar.



Til gamans: Mynd af Grímsey

Texti og myndir: GJS


Athugasemdir

07.ágúst 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst