Síldarævintýri 2013

Síldarævintýri 2013 Nú stendur undirbúningur fyrir Síldardaga og Síldarævintýrið sem hæst, í undirbúningsnefnd þetta árið sitja líkt og undanfarin tvö ár

Fréttir

Síldarævintýri 2013

Mynd hátíðarinnar 2013: Sigurjón Jóhannsson
Mynd hátíðarinnar 2013: Sigurjón Jóhannsson

Nú stendur undirbúningur fyrir Síldardaga og Síldarævintýri sem hæst, í undirbúningsnefnd þetta árið sitja líkt og undanfarin tvö ár Guðmundur Skarphéðinsson, formaður, Anita Elefsen, Hilmar Elefsen, Sandra Finnsdóttir og Ægir Bergsson.

Undirbúiningur hefur gengið vel en við kappkostum við að nota heimafólk eins mikið og hægt er. Dagskráin verður með svipuðu sniði og undanfarin ár. 

Líkt og áður leggjum við mikið upp úr samvinnu við þjónustuaðila í heimabyggð og bjóðum öllum þeim sem sem hafa eitthvað fram að færa á tímabilinu 25. júlí – 4. ágúst að senda okkur tölvupóst á netfangið siglosild@gmail.com. Allir dagskrárliðir verða prentaðir, aðilum að kostnaðarlausu, í dagskrá hátaðarinnar sem dreift verður á öll heimili á Norðurlandi. Hægt er að senda inn dagskrárliði til sunnudagsins 30. júní n.k.
Leggjumst öll á eitt og gerum dagskrána eins glæsilega og mögulegt er!

Undirbúningsnefndin vill einnig koma á framfæri kærum þökkum til heimamanna hér í Fjallabyggð fyrir velvilja í garð hátíðarinnar. 


Athugasemdir

02.ágúst 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst