Skemmtileg frétt frá 1964

Skemmtileg frétt frá 1964 Skemmtileg frétt birtist í Morgunblađinu miđvikudaginn 24. júní 1964. Myndirnar og fréttin birtust einnig áđur á gamla vefnum.

Fréttir

Skemmtileg frétt frá 1964

Skemmtileg frétt birtist í Morgunblaðinu miðvikudaginn 24. júní 1964. Myndirnar og fréttin birtust einnig áður á gamla vefnum.
 
Steingrímur Kristinsson skrifaði fréttina og tók myndirnar á sínum tíma.
 
 
 
 

HÉR á Siglufirði tóku nokkrir vaskir drengir  sig saman fyrir skömmu og byggðu þar félagsheimili á staurum úti á sjó það er  næstum fullbúið nú og hefur verið tekið í  notkun. Húsið er 4 herbergi og gangur niðri,  auk tveggja herbergja í risi Til flutninga til og  frá húsinu, sem drengirnir nefna Sjávarborg, hafa þeir litla kænu.

Ég er 80 kg að þyngd, en þeim óx  ekkert, í augum að ferja mig út í  Sjávarborg, þegar ég heimsótti þá á dögunum.

sjavarborg

Strákarnir stofnuðu í byrjun með sér  félagsskap í þeim tilgangi að reisa hús  þetta, þar sem þeir gætu stytt sér stundir. 

Lög félagsins voru ekki mjög flókin, enda aðeins í gildi meðan Sjávarborg var í byggingu.  Þau hljóða svo:

Allir skulu vinna að  byggingunni meðan á verkinu stendur, en  mæti einhver félagsmanna ekki til vinnu,  skal hann greiða kr.2.00 í sjóð, sem nota skal til að kaupa fyrir nagla og aðrar  byggingavörur. Árni, gjaldkeri, sagði mér á  ferjunni á leiðinni út í Sjávarborg, að nauðsynlegt hefði verið að meðlimirnir  fengju sér frí við og við, til þess að eitthvað  kæmi í sjóðinn.

sjavarborg

Annars kvað hann mest af  byggingarefninu hafa fengist í fjörunni og af  öskuhaugunum, sem eru þarna í grenndinni.

Meðlimir félagsins hafa að sjálfsögðu með  sér verkaskiptingu. Kristján er forstjóri,  arkitekt, trésmíðameistari og uppfinningamaður, Árni gjaldkeri, Magnús  kokkur, Árni kyndari, Björn aðstoðarmaður,Kjartan hjálparkokkur, Þórður aðstoðarmaður, Björn  aðstoðarmaður og Guðbrandur vélsög. 

sjavarborg

Guðbrandur notar ekki vélsög við starfa  Sinn, heldur hefur verið skírður nafni þessu, þar sem vinnubrögð hans í höndum  þykja líkjast vélsög.

sjavarborg

 S.K.

Skemmtileg frétt og sýnir líka hversu mikið er breytt í sambandi við leik barna frá þessum árum og til dagsins í dag.

Hér geturðu farið beint inn á fréttina á gamla vefnum.




Athugasemdir

01.ágúst 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörđur
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgiđ okkur á Facebook eđa Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst