Snjódans Egils „Skarðsprins“ Rögnvaldssonar
sksiglo.is | Almennt | 16.04.2011 | 06:04 | Finnur Yngvi Kristinsson | Lestrar 480 | Athugasemdir ( )
Egill vinnur nú hörðum höndum að því að laða að sér snjóinn, hefur honum tekist vel til að sækja hann ofar í hlíðarnar síðastliðna viku og er færi orðið mjög flott í neðstu lyftunum að hans sögn þar sem fjölbreyttar brekkur eru nú í boði.
Þegar fréttamaður hafði samband við hann á föstudagsmorgun hafði hann hinsvegar tekið uppá þeirri nýung að dansa „snjódansinn“ sem eflaust er hans eigin útfærsla af regndansi frumbyggja Ameríku. Svo virðist sem sá dans hafi virkað því í þeim töluðu orðum leit fréttamaður út og sá hvítar snjóflögur svífa úr lofti. Í nótt hefur síðan meira af hvíta gullinu svifið til jarðar og bætt í stolt okkar Siglfirðinga, Skíðasvæðið í Skarðsdal.
Langtíma veðruspá fyrir páskana lítur vel út og á veður að vera hæglátt og nokkuð hlýtt, frábært til skíðaiðkunar.
Þegar fréttamaður hafði samband við hann á föstudagsmorgun hafði hann hinsvegar tekið uppá þeirri nýung að dansa „snjódansinn“ sem eflaust er hans eigin útfærsla af regndansi frumbyggja Ameríku. Svo virðist sem sá dans hafi virkað því í þeim töluðu orðum leit fréttamaður út og sá hvítar snjóflögur svífa úr lofti. Í nótt hefur síðan meira af hvíta gullinu svifið til jarðar og bætt í stolt okkar Siglfirðinga, Skíðasvæðið í Skarðsdal.
Langtíma veðruspá fyrir páskana lítur vel út og á veður að vera hæglátt og nokkuð hlýtt, frábært til skíðaiðkunar.
Athugasemdir