Stofnfundur Landsbyggðaflokksins
Á stofnfundi Landsbyggðarflokksins þann 23. febrúar síðastliðinn, sem haldinn var á netinu með þátttakendum víða á landinu, var samþykkt að kjósa bráðabirgðastjórn fram að framhaldsstofnfundi sem haldinn verður innan tveggja vikna. Hlutverk bráðabirgðastjórnar verður að vinna frekar að samþykktum og stjórnmálayfirlýsingum flokksins og framboði hans til alþingiskosninga á komandi vori.
Þau sem kosin voru í bráðabirgðastjórn eru:
Magnús Hávarðarson Ísafirði
Gunnar Smári Helgason Siglufirði
Haukur Már Sigurðarson Patreksfirði
Árni Björnsson Egilsstöðum
Ylfa Mist Helgadóttir Bolungarvík
Á fundinum var jafnframt eftirfarandi áskorun samþykkt:
Áskorun til stjórnvalda um samgöngumál
Landsbyggðarflokkurinn skorar á Alþingi Íslendinga að setja strax lög um flýtiframkvæmdir á þeim vegum sem hafa orðið útundan
í samgönguframkvæmdum undanfarinna áratuga og eru svo illa úr garði gerðir að þeir þola ekki eðlilega vöruflutninga.
Það felst mikil skerðing á lífsgæðum íbúanna að búa við slíkt ástand og mikil samkeppnishindrun fyrir fyrirtæki
sem háð eru flutningi um slíka vegi.
Nú þegar stofnfundur Landsbyggðarflokksins stendur yfir er heill landsfjórðungur, Vestfirðir, lokaðir eðlilegum vöruflutningum. Einnig eru
víðtækar þungatakmarkanir á Snæfellsnesi, hluta af Norðurlandi og á Austurlandi. Engar þungatakmarkanir eru í grennd við
Reykjavík.
Ástand þetta er ekki til komið vegna náttúrhamfara eða verulega óvenjulegra aðstæðna.
Alþingi hefur látið hjá líða að veita fé til Vegagerðarinnar til þess að hún geti sinnt eðlilegu hlutverki sínu, sem er
að samfélgið gangi án verulegra samgönguhindrana. Landsbyggðarflokkurinn krefst úrbóta strax.
F.h. bráðabirgðarstjórnar Landsbyggðarflokksins
Magnús Hávarðarson
Athugasemdir