Bergþór og Paul verða með samsýningu í Bergi á Dalvík

Bergþór og Paul verða með samsýningu í Bergi á Dalvík Föstudaginn 8. júlí opnar samsýning myndlistarmannanna Bergþórs Morthens og Paul Lajeunesse í

Fréttir

Bergþór og Paul verða með samsýningu í Bergi á Dalvík

Bergþór við eitt verka sinna.
Bergþór við eitt verka sinna.
Föstudaginn 8. júlí opnar samsýning myndlistarmannanna Bergþórs Morthens og Paul Lajeunesse í salnum í Bergi menningarhúsi kl. 17:00.


Bergþór Morthens (f. 1979) útskrifaðist frá Myndlistaskólanum á Akureyri árið 2004 og hefur síðan unnið ötullega að list sinni og haldið bæði einka- og samsýningar jafnt hér á landi sem erlendis.

Paul Lajeunesse (f. 1976) er bandarískur myndlistamaður sem dvaldi á Íslandi sem gestalistamaður SÍM og í Herhúsinu á Siglufirði árin 2007 til 2008. Á þeim tíma vann hann að verkum sem hann tók svo með sér aftur til Bandaríkjanna. Þar fullvann hann verkin og sýnir nú afraksturinn á Íslandi.

Þetta eru tveir myndlistamenn sem nálgast málverkið á mjög ólíkan hátt en tengjast samt að því leyti að þeir vinna á ákveðin hátt með sjálfsmyndir í verkum sínum.

Bergþór málar portrett myndir unnar með blandaðri tækni bæði á striga og plötur, verkin eru ákveðin alkemía þar sem hann blandar saman ólíkum efnum og verður útkoman oft óvænt. Paul Lajeunesse málar hinsvegar landslag á mjög fínlegan og realískan hátt.


Sýningin stendur til 27. júlí.

Texti: Bergþór Morthens
Mynd: GJS


Athugasemdir

08.ágúst 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst