Gömul ljósmynd
Siglo.is fékk ábendingu fyrir stuttu um það að fólk vildi fá að sjá gamlar ljósmyndir í bland við nýlegt efni. Við ætlum að reyna að bæta úr þessu og hér kemur fyrsta myndin.
Vonandi þekkist persónan á myndinni og einhver umræða skapast um hana. Jafnvel einhverjar gamlar sögur af þeim sem eru á myndunum.
Ég veit um einn Siglfirðing sem býr á suðurlandinu sem hefur annað slagið verið að setja inn gamlar myndir á facebook og hefur umræða
skapast um þær persónur sem eru á myndunum.
Umræðan sem kemur við myndirnar er mjög oft lífleg og mjög skemmtilegt að lesa. Koma þá til dæmis margar sögur fram sem ungir jafnt sem
eldri Siglfirðingar hafa gaman af.
Athugasemdir