Ţjóđlagahátíđin á Siglufirđi 6.-10. júlí 2011

Ţjóđlagahátíđin á Siglufirđi 6.-10. júlí 2011 Látum dansinn duna. Ţjóđlagahátíđin á Siglufirđi verđur međ glćsilegasta móti í sumar.

Fréttir

Ţjóđlagahátíđin á Siglufirđi 6.-10. júlí 2011

Látum dansinn duna. Ţjóđlagahátíđin á Siglufirđi verđur međ glćsilegasta móti í sumar.

Viđburđir á hátíđinni verđa ţriđjungi fleiri en undanfarin ár, bćđi tónleikar og danssýningar, námskeiđ eru fyrir börn og fullorđna og uppskeruhátíđ međ suđrćnum dönsum. Ţá verđur glćný tónlist frumflutt daglega.
  Dagskrá Ţjóđlagahátíđar:

Hátíđin hefst međ tónleikum Karlakórs Siglufjarđar ţar sem tveggja máttarstólpa í tónlistarlífi Siglufjarđar á 20. öld er minnst, ţeirra Bjarna Ţorsteinssonar ţjóđlagasafnara og tónskálds og Geirharđs Schmidt, stjórnanda Karlakórsins Vísis. Sungin verđa lög Bjarna og útsetningar Geirharđs sem gerđu Vísi landsfrćgan á sínum tíma.

Íslensk ţjóđlög verđa í öndvegi á hátíđinni. Kristín Ólafsdóttir syngur útsetningar Atla Heimis Sveinssonar á ţulum og drykkjuvísum ásamt hljómsveit, sönghópurinn Voces Thules flytur forn söngkvćđi međ pípum og trumbuslćtti og Háskólakórinn syngur íslensk ţjóđlög í nýum útsetningum.

Tónlist frá Suđur-Ameríku hljómar daglega á Ţjóđlagahátíđ. Tropicalia-sveit Kristínar Bergsdóttur leikur lög frá Brasilíu, Andrés Ramon og félagar kynna tónlistarhefđ Kólumbíu og Salsaband Tómasar R. heldur dansleik.

Norrćn tónlist og dansar verđa einnig í brennidepli. Danshópar koma frá Íslandi, Noregi og Danmörku ásamt hljóđfćraleikurum, leikin verđur sćnsk ţjóđlagatónlist og ţjóđlög sem norskir og sćnskir Vesturfarar tóku međ sér til fyrirheitna landsins. Ţá verđa tónleikar helgađir bluegrass-tónlist og tónlist breskra og franskra innflytjenda í Bandaríkjunum.

Ný tónlist verđur leikin daglega á hátíđinni eins og áđur segir. Sinfóníuhjómsveit unga fólksins frumflytur básúnukonsert eftir Hróđmar Inga Sigurbjörnsson, hörpu- og slagverksdúóiđ Dúó Harpverk frumflytur ný verk íslenskra tónskálda, Ţórarinn Stefánsson píanóleikari leikur íslenska píanótónlist, Ólafía Hrönn og Tómas R. frumflytja sameiginlegan brćđing, ţjóđlagahópurinn Mógil leikur eigin lög og síđast en ekki síst verđa lög Oddgeirs Kristjánssonar flutt á sérstökum afmćlistónleikum í tilefni af aldarafmćli hans.

Námskeiđ:

Ađ venju eru námskeiđ á ţjóđlagahátíđinni margbreytileg svo allir ćttu ađ finna sér eitthvađ viđ hćfi. Bođiđ er upp á námskeiđ í rímnakveđskap, íslenskum matarvísum og ţjóđdönsum, salsa og suđur-amerískri hljóđfćratónlist, kennd verđur keđju- og skartgripgerđ, refilsaumur, prjón og flókagerđ og ţeir sem vilja frćđast um sögu Siglufjarđar geta gengiđ međ Örlygi Kristfinnssyni í spor Bjarna Ţorsteinssonar ţjóđlagasafnara og síldarspekúlanta frá fyrri hluta 20. aldar. Börn nemenda á námskeiđum fá ókeypis námskeiđ viđ sitt hćfi og ađ auki er ţeim bođiđ á leiksýninguna Gýpugarnagaul sem Möguleikhúsiđ stendur fyrir, en hún byggir á munnlegum sagnaarfi okkar Íslendinga. Listrćnn stjórnandi Ţjóđlagahátíđarinnar á Siglufirđi er Gunnsteinn Ólafsson. Nánari upplýsingar um Ţjóđlagahátíđina á Siglufirđi má finna á www.folkmusik.is.

Texti og mynd: Ađsent.

 




Athugasemdir

08.ágúst 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörđur
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgiđ okkur á Facebook eđa Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst