Þrettánda-diskó í Allanum
sksiglo.is | Almennt | 07.01.2014 | 13:30 | Jón Hrólfur Baldursson | Lestrar 640 | Athugasemdir ( )
Eftir Þrettándabrennuna og flugeldasýninguna sem Kiwanisklúbburinn
Skjöldur sá um í gær var haldið beina leið á diskó í Allanum.
Kiwanisklúbburinn fékk góða aðstoð frá 10. bekk í
Grunnskóla Fjallabyggðar sem sáu um að jólasveinarnir höguðu sér almennilega og að álfakonungur og drottning væru á
staðnum.
Margir voru í grímubúningum og þar var hægt að sjá prinsessur,
álfa, jólasveina, kisur og ja eiginlega bara alla flóruna í alls konar múnderingum og að sjálfsögðu voru þarna álfakonungur og
álfadrottining.
Einhverjir hárlausir karlar fengu ljóst frekar sítt hár til að baða
sig í og gátu þar af leiðandi rifjað upp gamla takta þegar þeir voru með hár.
Hér fyrir neðan eru svo myndir frá diskótekinu.








Athugasemdir