Þrettánda-diskó í Allanum
sksiglo.is | Almennt | 07.01.2014 | 13:30 | Jón Hrólfur Baldursson | Lestrar 643 | Athugasemdir ( )
Eftir Þrettándabrennuna og flugeldasýninguna sem Kiwanisklúbburinn
Skjöldur sá um í gær var haldið beina leið á diskó í Allanum.
Kiwanisklúbburinn fékk góða aðstoð frá 10. bekk í
Grunnskóla Fjallabyggðar sem sáu um að jólasveinarnir höguðu sér almennilega og að álfakonungur og drottning væru á
staðnum.
Margir voru í grímubúningum og þar var hægt að sjá prinsessur,
álfa, jólasveina, kisur og ja eiginlega bara alla flóruna í alls konar múnderingum og að sjálfsögðu voru þarna álfakonungur og
álfadrottining.
Einhverjir hárlausir karlar fengu ljóst frekar sítt hár til að baða
sig í og gátu þar af leiðandi rifjað upp gamla takta þegar þeir voru með hár.
Hér fyrir neðan eru svo myndir frá diskótekinu.
Lóa og Halli höfðu í nógu að snúast við að afgreiða á gosbarnum.
Álfadrottningin
Álfakonungurinn

Það væri algjör lúxus ef allir væru jafn fúsir til þess að láta taka myndir af sér og þessir tveir.
Agnar Þór sveinsson kominn með sítt ljóst hár og hefur hreinlega aldrei verið glaðari sýnist mér.
Jói Ott byrjaði strax að sveifla ljósa hárinu um leið og hann fékk kolluna á hausinn og fannst þetta unaðslegt. "Mér
líður eins og ég sé að leika í sjampó auglýsingu fyrir fallegt og heilbrigt hár" sagði hann.



Athugasemdir