Tilkynning frá dýraeftirlitsmanni Fjallabyggðar
sksiglo.is | Almennt | 11.08.2013 | 06:00 | Jón Hrólfur Baldursson | Lestrar 1248 | Athugasemdir ( )
Dýraeftirlitsmaður Fjallabyggðar vill að gefnu tilefni brýna fyrir hundaeigendum á svæðinu að gæta hunda sinna betur í fjallendi innan fjallahrings Siglufjarðar.
Í gær fannst lamb mjög illa bitið í Skútudal og annað lamb fannst fyrir skömmu í Hvanneyrarskál.
Í báðum tilfellum þurfti að aflífa lömbin.
Dýraeftirlitsmaður telur áhyggjuefni ef hundar skaða skepnur með þessum hætti og hefur áhyggjur af hvort hundur sem kominn er upp á slíka hegðun, geri greinarmun á lambi eða ungu barni.
Dýraeftirlitsmaður Fjallabyggðar
Athugasemdir