Tilkynning frá dýraeftirlitsmanni Fjallabyggðar

Tilkynning frá dýraeftirlitsmanni Fjallabyggðar Dýraeftirlitsmaður Fjallabyggðar vill að gefnu tilefni brýna fyrir hundaeigendum á svæðinu að gæta hunda

Fréttir

Tilkynning frá dýraeftirlitsmanni Fjallabyggðar

Dýraeftirlitsmaður Fjallabyggðar vill að gefnu tilefni brýna fyrir hundaeigendum á svæðinu að gæta hunda sinna betur í fjallendi innan fjallahrings Siglufjarðar.


Í gær fannst lamb mjög illa bitið í Skútudal og annað lamb fannst fyrir skömmu í Hvanneyrarskál. 


Í báðum tilfellum þurfti að aflífa lömbin.


Dýraeftirlitsmaður telur áhyggjuefni ef hundar skaða skepnur með þessum hætti og hefur áhyggjur af hvort hundur sem kominn er upp á slíka hegðun, geri greinarmun á lambi eða ungu barni.

 

Dýraeftirlitsmaður Fjallabyggðar

 

Sjá mynd af illa leiknu lambi eftir dýrbítinn hér


Athugasemdir

04.ágúst 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst