Suðrænir dansar og nýr básúnukonsert
Sinfóníuhljómsveit
unga fólksins heldur tvenna tónleika um helgina. Sunnudaginn 10. júlí
kl. 14.00 leikur hún í Siglufjarðarkirkju og mánudaginn 11. júlí í
Neskirkju í Reykjavík kl. 20.00.
Ari Hróðmarsson
lauk framhaldsprófi í básúnuleik frá Tónskóla Sigursveins og hélt síðan
til framhaldsnáms við Tónlistarháskólann í Amsterdam, þaðan sem hann
lauk BA-prófi árið 2010. Ari er meðlimur í Kammersveitinni Ísafold og
einn af stofnendum Sinfóníuhljómsveitar unga fólksins. Hann hefur sótt
námskeið hjá mörgum helstu básúnuleikurum samtímans.
Gunnar
Karel Másson (f. 1984) lauk vorið 2010 B.A.-námi í tónsmíðum við
Listaháskóla Íslands og stundar nú framhaldsnám Konunglega
tónlistarháskólann í Kaupmannahöfn. Hróðmar Ingi Sigurbjörnsson (f.
1958) samdi básúnukonsertinn sérstaklega fyrir Ara og Ungfóníu. Á meðal
annarra verka hans eru Ljóðasinfónía, Máríuvísur, kammerverkið
Stokkseyri, Skálholtsmessa, Sinfónía, óperan Söngvar haustsins og
píanókonsertinn Orustan við Vínu. Tónlistin í Carmen eftir Bizet ber
ótvírætt yfirbragð spænskrar þjóðlagatónlistar og „sviðsetur“ óperuna
svo ekki verður um villst í Sevilla, hjarta Andalúsíu.
Sinfóníuhljómsveit
unga fólksins, Ungfónía, var stofnuð haustið 2004. Hljómsveitin er
skipuð nemendum úr tónlistarskólum af höfuðborgarsvæðinu og við
tónlistarháskóla erlendis á aldrinum 13-25 ára. Gunnsteinn Ólafsson
(1962) er stjórnandi Sinfóníuhljómsveitar unga fólksins og listrænn
stjórnandi Þjóðlagahátíðarinnar á Siglufirði.
Fyrir hönd Ungfóníunnar,
Gunnsteinn Ólafsson, stjórnandi, s.692-6030 gol@ismennt.is
Ari Hróðmarsson, einleikari, s.699-2598 the_trombonefan@hotmail.com
Skúli Þór Jónasson, formaður, s.693-9017 sthjonasson@gmail.com
Athugasemdir