Tvćr milljónir króna veittar í styrk til ađ smíđa 15. aldar bát
Tvær milljónir króna hafa verið veittar í styrk til Hjalta Hafþórssonar á Reykhólum af atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu en fjármununum verður varið til smíði á báti samkvæmt teikningum í íslensku handriti frá 15. öld.
Hjalti er fæddur og uppalinn Siglfirðingur, sonur Hafþórs Rósmunds - Siglfirðings sem vann hjá Rauðku.
Fyrsti hluti verkefnisins var unninn "heima á Sigló" segir Hjalti, "Það er nú því miður þannig að ég er búsettur á Reykhólum um þessar mundir, þar sem eiginkonan mín var ráðin sveitarstjóri hérna."
"Ég var á Sigló síðastliðið sumar og haust við smíði Vatnsdalsbátsins í gamla slippnum. Það verkefni var styrkt af mennta- og menningarmálaráðuneyti og Síldarminjasafni. Hvar þetta verkefni verður er enn óráðið, fer eftir því hvort ég fæ samstarfsaðila að verkefninu núna í ár".
"Styrkur ráðuneytanna er mér mikill heiður og vil ég koma á framfæri innilegu þakklæti. Styrkur ráðuneytanna gefur vinnu minni og verkefnum aukið gildi og viðurkenningu, sem ekki er hægt að þakka nógsamlega fyrir", segir Hjalti ennfremur.
Sjá einnig vefsíðu Hjalta
Athugasemdir