Týr SK-33

Týr SK-33 TÝR SK 33, stærsta skip Síldarminjasafnsins, er smám saman að ganga í endurnýjun lífdaga - ekki sem veiðiskip heldur lifandi vettvangur

Fréttir

Týr SK-33

Sigurður Steingrímsson nostrar við kompásinn
Sigurður Steingrímsson nostrar við kompásinn
TÝR SK 33, stærsta skip Síldarminjasafnsins, er smám saman að ganga í endurnýjun lífdaga - ekki sem veiðiskip heldur lifandi vettvangur til skoðunar fyrir safngesti og til tónleikahalds.

Á myndinni er Sigurður Steingrímsson, starfsmaður JE vélaverkstæðis, að setja upp kompás-skyggni sem hann smíðaði. Viðgerð Týs er margháttuð og hefur staðið í mörg ár. Týr var smíðaður á Fáskrúðsfirði 1946 og gekk til fiskveiða í ein 40 ár.

Síldveiðar munu hafa verið stundaðar á honum í kringum 1950 og hét hann á þeim árum Skrúður og Hrafn. Týr er stærsti sýningargripur safnsins 19 metrar á lengd og um 65 tonn að þyngd. Á safninu er hann útbúinn sem dæmigert síldarskip um miðja 20. öld.

Heimasíða: safn@sild.is


Athugasemdir

29.júlí 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst