Útgerðarfélagið Bylur ehf

Útgerðarfélagið Bylur ehf Ég kom við á bryggjunni um klukkan 19 í gærkvöldi, mánudagskvöldið 21. okt.

Fréttir

Útgerðarfélagið Bylur ehf

Ég kom við á bryggjunni um klukkan 19 í gærkvöldi, mánudagskvöldið 21. okt. 

 
Ástæðan fyrir þessum bryggjurúnti svona rétt fyrir kvöldmat var sú að ég fékk fréttir af því að það væri nýr bátur að bætast í flota Siglfirðinga og nýtt útgerðarfélag að bætast í hóp þeirra sem fyrir eru. 
 
Þeir feðgar Tómas Óskarsson og Örvar Tómasson voru að stofna útgerðarfélag. Eins og mér skildist til, þá ætla þeir feðgar að gera bátinn út á línu.
 
Nafnið á útgerðinni er Útgerðarfélagið Bylur ehf. og báturinn mun fá nafnið Kaldi.
 
Ég náði nokkrum myndum af því þegar Örvar sigldi bátnum inn í Siglufjarðarhöfn. Ég náði líka nokkrum myndum af mótökunum sem hann fékk þegar hann lagði að landi.
 
Við óskum þeim innilega til hamingju með þetta allt saman og megi þeim vegna vel.
 
kaldi
 
kaldi
Tómas Óskarsson til vinstri og Örvar Tómasson til hægri.
 
kaldi
Gunni Óðins kom og aðstoðaði þá feðga við það að festa bátinn við bryggju.
 
kaldi
 
Margir komu til að samgleðjast þeim feðgum.
 
kaldi
Móttökurnar voru ekki af verri endanum.
 
 

Athugasemdir

02.ágúst 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst