Úthlutun menningarstyrkja árið 2011
sksiglo.is | Almennt | 26.04.2011 | 14:30 | Guðmundur Skarphéðinsson | Lestrar 436 | Athugasemdir ( )
Úthlutun á verkefnastyrkjum Menningarráðs Eyþings, mennta- og menningarmálaráðuneytis og iðnaðarráðuneytis fór fram í sjöunda sinn þann 20. apríl síðastliðinn.
Athöfnin fór að þessu sinni fram á Hótel Reynihlíð í Mývatnssveit. Kammerkórinn Hymnodia sá um tónlistaratriði og gerði daginn hátíðlegan, enda ekki á hverjum degi sem veglegir styrkir eru veittir til menningarmála. Alls fóru fjórir styrkir til Fjallabyggðar og voru þeir veittir í eftirfarandi verkefni: Þjóðlagahátíð, Ljóðasetur Íslands á Siglufirði, bátasmíðaverkefni Síldarminjasafnsins og Blúshátíð á Ólafsfirði.
Athugasemdir