Veðurblíða á Sigló
sksiglo.is | Almennt | 22.04.2011 | 08:29 | Finnur Yngvi Kristinsson | Lestrar 616 | Athugasemdir ( )
Veðurblíðan hefur ekki farið fram hjá Siglfirðingum og páskagestum þessa dagana og útlit er fyrir áframhaldandi hæglátt veður, léttskýjað og hlýindi. Eins og páskarnir best geta orðið.
Í morgunsárið var sjórinn í Siglufirði spegilsléttur, dúnalogn var úti, veður hlýtt og eins og best verður á kosið. Páskarnir leika því við skíðaiðkendur í Siglfirsku Ölpunum sem notið geta útiverunnar til hins ýtrasta.
Nóg annað er einnig í boði fyrir gesti og gangandi og má þar nefna tónleika með Vönum Mönnum, Eyþóri Inga, Gómum og Ný Dönsk. Skoðunarferð í galleríin og söfnin og síðan eru veitingastaðirnir að sjálfsögðu opnir fyrir svanga vegfarendur.

Ljósmynd: GS

Æfing fyrir Andresar Andar leika. Ljósmynd: GS
Í morgunsárið var sjórinn í Siglufirði spegilsléttur, dúnalogn var úti, veður hlýtt og eins og best verður á kosið. Páskarnir leika því við skíðaiðkendur í Siglfirsku Ölpunum sem notið geta útiverunnar til hins ýtrasta.
Nóg annað er einnig í boði fyrir gesti og gangandi og má þar nefna tónleika með Vönum Mönnum, Eyþóri Inga, Gómum og Ný Dönsk. Skoðunarferð í galleríin og söfnin og síðan eru veitingastaðirnir að sjálfsögðu opnir fyrir svanga vegfarendur.
Ljósmynd: GS
Æfing fyrir Andresar Andar leika. Ljósmynd: GS
Athugasemdir