Vítaspyrnukeppni Mumma

Vítaspyrnukeppni Mumma Síðasta sunnudag kl 13.00 hélt Guðmundur Þorgeirsson ( Mummi Þorgeirs) sína árlegu vítaspyrnukeppni á sparkvelli við grunnskólann

Fréttir

Vítaspyrnukeppni Mumma

Síðasta sunnudag kl 13.00 hélt Guðmundur Þorgeirsson ( Mummi Þorgeirs) sína árlegu vítaspyrnukeppni á sparkvelli við grunnskólann Norðurgötu. 
Keppnin er fyrir 12 ára og yngri.  Mummi er ekki alveg viss en telur að þetta sé nálægt tuttugustu keppninni sem hann heldur. 

Fyrstu keppnirnar fóru fram á gamla malarvellinum við Túngötu.

Í ár tóku þátt nálægt 15 strákum þátt. Fyrirkomulagið er þannig hjá Mumma að allir taka 5 vítaspyrnur. Sá eða þeir sem skora úr flestum spyrnum vinna.

Ef tveir eða fleiri skora úr 5 spyrnum þá keppa þeir sín á milli með því að taka 3 spyrnur. Þannig nær hann niðurstöðu.

Mummi veitir verðlaun fyrir fyrstu 3 sætin.

Í ár voru úrslitin þannig:
1. sæti Jóel
2. sæti Hjörvar
3. sæti Guðmundur
þeir eru allir jafnaldrar - fæddir árið 2000. 

Það má einnig geta þess að Mummi spilar sjálfur fótbolta með KS oldboys. Það gerir hann þrátt fyrir aldur og veikindi.































Athugasemdir

21.júlí 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst