sksiglo.is | Almennt | 14.11.2013 | 13:00 | Jón Hrólfur Baldursson | Lestrar 399 |
Athugasemdir ()
Síðasti sunnudagur var sannkallaður lúxusdagur í
Kirkjuskólanum.
Bíó-popp-vöfflur og allt mögulegt, alveg
ómótstæðilega gott.
Það er eins og fréttirnar af vöfflumessunni hafi spurst út
því óvenju mikið var af feðrum í kirkjunni þennan dag og eru þeir þó duglegir að mæta annars. Svo þegar sagt var
gjörið svo vel, ruddust þeir að borðinu til þess að ná í beztu vöfflubitana.
Ég að sjálfsögðu fylgdist vel með Viðari, Sigga og frú
Vilborgu Rut því mér fannst ég sjá grilla í Nóa konfekt einhverstaðar á bak við. ( Já, ég fann út úr
því hvar þau geyma konfektið, en Siggi hafði víst keypt það á eigin kostnað til að deila því út meðal verðugra
neytenda, syndlítilla- eða lausra. Ég fékk því ekkert, eins og gefur að skilja).
Næsta sunnudag verður frí í Kirkjuskólanum. Kirkjuskólinn
fylgir skólastarfinu og vetrarfrí verður í skólum hér.

Guðmundur Gauti var með þeim fyrstu að hlaðborðinu og
fast á hæla hans var Doddi Bjarna.

Kristinn Kristjánsson stendur hér sársvangur við
borðið.

Óli Guðbrands í fyrstu ferð. En þess má geta
að Óli hefur ekki þorað að sleppa einni einustu messu í vetur af ótta við það að missa af vöfflunum.

Óli í vöffluferð 2.

Hér eru Mikael, Sigurður og Guðbrandur að dást að
Óla Guðbrands við vöffluborðið. Rut hins vegar hlær að þessu öllu saman og biður eitt af verðandi fermingarbörnum að fara og
baka meira af vöfflum svo börnin fái nú eitthvað.

Og svo er Óli á leiðinni í þriðju
vöfflu-ferðina hér.

Finnur Yngvi beið frekar óþolinmóður eftir
því að Óli Guðbrands, Kristinn Kristjáns, Guðmundur Gauti og Doddi Bjarna væru búnir að raða vöfflum á sína diska.

Heimir Kokkur á Hannes boy hefur ekki sést í messu
áður. En svo allt í einu er vöfflumessa og þá mætir hann. Við hlið hans er Ingunn kona Heimis en það er gaman að segja frá
því að hún er kokkur á Rauðku. Hér sést hún vera útskýra fyrir syni þeirra af hverju pabbi hans sé svona
óþolinmóður að komast að vöffluborðinu.

Takið eftir aðdáunarsvip Skarphéðins, en hérna
var Siggi prestur að sýna Skarphéðni hvernig hann getur látið eina vöfflu með sultu og rjóma hverfa í einum bita. Og já, Siggi
fór bara nokkuð létt með vöfflugleypingarnar.
Athugasemdir