Ágætis aðsókn í Skarðið – bæjarbúum þyrstir í skíðin
sksiglo.is | Norðlenskar fréttir | 07.11.2010 | 15:42 | Finnur Yngvi Kristinsson | Lestrar 952 | Athugasemdir ( )
Stoltir Siglfirðingar státa sig nú að því að Skarðið hafi opnað í gær, fyrst allra skíðasvæða á landinu. Færi var ágætt og ekki mátti betur sjá en að fólk skemmti sér konunglega. T-lyftan opnaði einnig í dag og nú bíða spenntir skíðaunnendur eftir Bungunni.
Framkvæmdir sumarsins hafa mikið með það að segja hversu snemma var hægt að opna svæðið í vetur en tími var tekinn í að slétta brautir svo að minni snjór þyrfti að safnast í brautir til að opna. Sérstaklega hefur þetta haft mikið að segja með neðsta svæðið.
Athugasemdir