Forsetinn vill lækka í launum.
visir.is | Fréttir á landsvísu | 11.11.2008 | 08:30 | | Lestrar 204 | Athugasemdir ( )
Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, telur eðlilegt að laun forseta og annarra ráðamanna verði lækkuð í ljósi þeirra
aðstæðna sem Íslendingar glíma nú við.
Ég mundi fagna slíkri ákvörðun Alþingis eða kjararáðs og tel að hana eigi að taka sem fyrst, segir forsetinn í svari við
könnun sem Fréttablaðið gerði meðal alþingismanna, ráðherra, borgarstjóra, hæstaréttardómara og forsetans. Spurt var hvort
eðlilegt væri að skerða laun æðstu stjórnmálamanna og embættismanna þjóðarinnar í ljósi þróunarinnar
í efnahagsmálum og þá hversu mikið. Spurt var hvort viðkomandi vildi taka á sig sömu skerðingu og aðrir landsmenn. Alls bárust
tólf svör. Auk svars forsetans bárust svör frá þremur stjórnarþingmönnum og átta þingmönnum minnihlutans. Verði almenn
launaskerðing er sjálfsagt að þingmenn verði fyrir henni jafnt og aðrir," segir Guðbjartur Hannesson úr Samfylkingunni. Kjararáð svarar
því ekki hvort kjaraþróun í landinu verði tekin fyrir með launalækkun í huga.- ghs
Athugasemdir