Kvenfélag Sjúkrahúss Siglufjarðar hélt aðalfund
sksiglo.is | Fréttir á landsvísu | 01.12.2009 | 10:00 | | Lestrar 503 | Athugasemdir ( )
Kvenfélag Sjúkrahúss Siglufjarðar hélt aðalfund sinn í sal Skálarhlíðar sunnudaginn 29. nóvember. Á dagskránni voru venjuleg aðalfundarstörf, spiluð félagsvist og boðið upp á gómsætar kaffiveitingar.
Félagsmenn í Kvenfélagi Sjúkrahúss Siglufjarðar eru 113 og þar af eru 3 karlmenn skráðir félagsmenn, en það eru Jón Sigurbjörnsson, Sigurður Jóhannesson og Andrés Magnússon.
Félagið sér um sölu fermingarskeyta, minningarkorta og heldur stórbingó einu sinni á ári. Allur ágóði rennur til tækjakaupa á Heilbrigðisstofnun Siglufjarðar. Núverandi formaður er Sólrún Júlíusdóttir en á síðasta ári tók hún við af frænku sinni Magaðlenu S. Hallsdóttur sem sinnti starfi formanns í 28 ár.
Stjórnin. Á myndina vantar Þóru B. Jónsdóttur, varagjaldkera.

Fyrrverandi formaður og núverandi formaður.

Hver veit nema þessi unga snót verði formaður eins og móðir hennar.

Félagsmenn í Kvenfélagi Sjúkrahúss Siglufjarðar eru 113 og þar af eru 3 karlmenn skráðir félagsmenn, en það eru Jón Sigurbjörnsson, Sigurður Jóhannesson og Andrés Magnússon.
Félagið sér um sölu fermingarskeyta, minningarkorta og heldur stórbingó einu sinni á ári. Allur ágóði rennur til tækjakaupa á Heilbrigðisstofnun Siglufjarðar. Núverandi formaður er Sólrún Júlíusdóttir en á síðasta ári tók hún við af frænku sinni Magaðlenu S. Hallsdóttur sem sinnti starfi formanns í 28 ár.
Stjórnin. Á myndina vantar Þóru B. Jónsdóttur, varagjaldkera.
Fyrrverandi formaður og núverandi formaður.

Hver veit nema þessi unga snót verði formaður eins og móðir hennar.

Athugasemdir